Vefur þessi var fyrst settur upp árið 2010 fyrir atbeina Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss, sem stofnuð var árið 1990. Tilgangur stofnunarinnar var sá að varðveita bréf, bækur og önnur persónuleg gögn Helga og vinna að kynningu á verkum hans. Grundvöllur að tilurð heimspekistofunnar var dánargjöf Kristínar G. J. Sigurðardóttur. Hún var fædd 13. febrúar 1914 og lést 4. nóvember 1990.
Frá árinu 2024 er vefurinn í umsjón Félags Nýalssinna, sem stofnað var árið 1950. Félagið stóð fyrir 2. útgáfu Nýalsritanna árið 1955 og 3. útgáfu í samvinnu við Skákprent árið 1991. Einnig hafa verið gefin út fræðslurit á íslensku og ensku um kenningar Helga Pjeturss. Um langt árabil kom út Félagsblað Nýalssinna og síðar tímaritið Lífgeislar. Er unnið að því að gera öll hefti þessara tímarita aðgengileg á vefnum, auk annars efnis.
Á vef þessum eru birtar þær ritgerðir úr ritsafninu Nýall, sem taldar eru varpa skýrustu ljósi á inntak hugmynda og verka dr. Helga. Eftirtöldum köflum og málsgreinum hefur verið sleppt úr því efni sem hér birtist:
Hið mikla samband: köflum I og II sleppt.
Lífgeislan og magnan: kafla XV sleppt.
Stjörnulíffræði: fyrri hluta I kafla sleppt sem og köflum XXI-XXVIII.
Björgun mannkyns: köflum IX-XVII sleppt.
Umsjón með útgáfu Nýalsritanna á þessum vef höfðu Einar Matthíasson (Nesútgáfan ehf.), Benedikt Björnsson, Kjartan Norðdahl og Haukur Matthíasson.
Vefhönnun: Þröstur Freyr Hafdísarson / Þögn ehf.
Þýðing á ensku: Anna Yates
Próförk: Helga Kristín Einarsdóttir
Umsjón efnis á vefnum fyrir hönd Félags Nýalssinna (frá 2024): Þorlákur Pétursson, formaður FN.